http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1306417
Á mbl í morgun var þessi frétt um íslenskan listnema í Toronto, Þórarinn Jónsson, sem hafði komið öllu í uppnám og gæti átt yfir höfði sér 4 ára fangelsisdóm.
Hann hafði komið fyrir poka með áletruninni "þetta er ekki sprengja" á listasafni í borginni (góð blanda af Magritte og Duchamp). Það að ungur drengur frá Íslandi hafi gert þetta en ekki Kanadískur bekkjabróðir, er ekki tilviljun. Okkur finnst kannski óþarflega hart brugðist við því hér á Íslandi væri þetta sjálfsagt álitið gott grín. Við verðum hins vegar að setja okkur í samhengi við þann menningarheima-mun sem aðgreinir okkur frá löndum í Norður-Ameríku.
Þarna er óttinn svo gríðarlegur að engar áhættur eru teknar. Þetta er líka spurning um fordæmi.Það sem mér finnst hins vegar undarlegt er að þeir skuli ekki vera búnir að "kreista allan safa úr þessu efni". (William James) Að það skuli enn vera hægt að koma öllu í háaloft og aflýsa góðgerðarsamkomum vegna klisjukenndrar innsetningar segir margt um sífelldan ótta, búinn til af fjölmiðlum.
Þetta sýnir það og sannar að listin hefur enn áhrif. Ég er búin að sitja námskeiðið Listin sem Hreyfiafl hjá Hjálmari Sveinssyni og er að skrifa ritgerð. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í samfélagi sjónarspilsins þar sem sífellt áreyti fjölmiðla og áróðurs herjar á er erfitt að ætla að vekja athygli á mikilvægum málefnum og koma róti á hugann. Það sem listamönnum hefur hins vegar tekist er að finna nýja leið. Þeir hafa áttað sig á því að ekkert vekur athygli nema það höfði sérstaklega til hvers og eins á persónulegan hátt. Að öðrum kosti göngum við framhjá án þess að blikka augunum því tilfinningar okkar hafa verið bældar niður gegn "sársauka annarra". (Sarah Szu) Til að vekja samfélagið til að koma róti á hugann þurfa listamenn að höfða til sam-mannlegra tilfinninga okkar, algjörlega óháðar myndlist.
Í þessu tilfelli höfðar Þórarinn til óttans.
laugardagur, 1. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að lesa áhugavert blogg til tilbreytingar. Það er ekkert gaspur hér í gangi nei sei sei...
Kveðja, Salvör Svövu vinkona
Skrifa ummæli