laugardagur, 1. desember 2007

List(hryðju)verk

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1306417

Á mbl í morgun var þessi frétt um íslenskan listnema í Toronto, Þórarinn Jónsson, sem hafði komið öllu í uppnám og gæti átt yfir höfði sér 4 ára fangelsisdóm.

Hann hafði komið fyrir poka með áletruninni "þetta er ekki sprengja" á listasafni í borginni (góð blanda af Magritte og Duchamp). Það að ungur drengur frá Íslandi hafi gert þetta en ekki Kanadískur bekkjabróðir, er ekki tilviljun. Okkur finnst kannski óþarflega hart brugðist við því hér á Íslandi væri þetta sjálfsagt álitið gott grín. Við verðum hins vegar að setja okkur í samhengi við þann menningarheima-mun sem aðgreinir okkur frá löndum í Norður-Ameríku.

Þarna er óttinn svo gríðarlegur að engar áhættur eru teknar. Þetta er líka spurning um fordæmi.Það sem mér finnst hins vegar undarlegt er að þeir skuli ekki vera búnir að "kreista allan safa úr þessu efni". (William James) Að það skuli enn vera hægt að koma öllu í háaloft og aflýsa góðgerðarsamkomum vegna klisjukenndrar innsetningar segir margt um sífelldan ótta, búinn til af fjölmiðlum.

Þetta sýnir það og sannar að listin hefur enn áhrif. Ég er búin að sitja námskeiðið Listin sem Hreyfiafl hjá Hjálmari Sveinssyni og er að skrifa ritgerð. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í samfélagi sjónarspilsins þar sem sífellt áreyti fjölmiðla og áróðurs herjar á er erfitt að ætla að vekja athygli á mikilvægum málefnum og koma róti á hugann. Það sem listamönnum hefur hins vegar tekist er að finna nýja leið. Þeir hafa áttað sig á því að ekkert vekur athygli nema það höfði sérstaklega til hvers og eins á persónulegan hátt. Að öðrum kosti göngum við framhjá án þess að blikka augunum því tilfinningar okkar hafa verið bældar niður gegn "sársauka annarra". (Sarah Szu) Til að vekja samfélagið til að koma róti á hugann þurfa listamenn að höfða til sam-mannlegra tilfinninga okkar, algjörlega óháðar myndlist.

Í þessu tilfelli höfðar Þórarinn til óttans.

miðvikudagur, 25. júlí 2007

Um grein Jóns B.K. Ransu í Mogganum 24.7

Þið hafið vonandi lesið greinina hans J.B.K. Ransu í Mogganum í gær. Það gladdi mig að lesa þessa grein, ummæli hans eru að mínu mati hverju orði sannari. Langar rétt aðeins og örstutt að tjá mig um þetta bara á stikkorðaformi (ég ætti víst frekar að vera að skrifa blessaða BA-hlussuna...)

Listaspírur Íslands eru tiltölulega þröngur hópur fólks. Maður getur flett í gegnum yngri hópinn á myspace og séð eldra liðið á opnun eða á næstu tónleikum. Gróskan er samt mikil, áhuginn er fyrir hendi, framkvæmdagleðin líka til staðar. Umræðan í rituðum miðlum er aftur á móti öll á sama planinu. Ef hún er þá fyrir hendi. Hún er, eins og Ransu segir, oftar á formi lýsinga á sýningum en raunveruleg gagnrýni, þar eð engin er krítíkin. Spurning hvort það sé vegna smægð samfélagsins sem enginn þorir að vera og beinskeittari í þessum efnum. En umfjöllunin er af skornum skammti og eins og Ransu bendir réttilega á er engin speglun. Fólk virðist ekki hafa miklar skoðanir á þessum málum, virðist ekki finna hjá sér þörf til að ræða málin. Fleira en áhugaleysi veldur að mínu mati, m.a. úrval fjölmiðla á landinu og áherslur þeirra og svo hefðin, það virðist engin hefð fyrir heitum skoðanaskiptum um listir hérlendis. Stundum nær umfjöllunin ekki lengra en í "hvað, hvar, hvenær" dálka blaðanna. Og auk þess að umfjöllun um íslenska myndlist vantar þá saknar maður líka umræðum um það sem er að gerast í listheiminum world wide (ég var þó mjög ánægð með umfjöllunina í Lesbókinni í sumar um bæði Biennalinn og svo um Documenta, enda Mogginn eina blaðið sem er að sinna listumfjöllun af einhverju viti).
Listfræðingar og listnemendur eru fjarri því að vera smár hópur en rödd þeirra virðist ekki ná að heyrast. Þeir eru ekki nærri því nógu margir fengnir til að skrifa í blöðin, eða sýna því ekki áhuga, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Auk þess sem eitt vandamálið er það er hreinlega ekki til neitt íslenskt listatímarit! Moggin getur ekki gert allt víst... Já, marg í þessu, margt að bæta...

Ég hef þetta stutt en tek bara undir með Ransu : látum í okkur heyra!

over & out, Tótan.

fimmtudagur, 21. júní 2007

Vatnasafnið a Stykkisholmi

Hér kemur fyrsta umræðan : VATNASAFNIÐ Á STYKKISHÓLMI, RONI HORN

Mér finnst tilvalið að opna fyrir umræðuna með þessari sýningu þar sem sumarið og tími ferðalaga í garð genginn og líklegt að þið eigið leið um eða gerið ykkur ferð meiri en um hávetur. Sýningin er þess virði að sjá hana (þó hún sé öllum aðgengileg án endurgjalds).

Sýningin er eftir NewYork listakonuna, og Íslandsvinin Roni Horn. Hún hefur að eigin sögn lengi verið heilluð af íslensku landslagi og árið 1998 kviknaði hugmynd að umræddu vatnasafni. Safnið er til húsa í Norksa Húsinu, gömlu og fallegu húsi á besta stað í sjáfarplássinu Stykkishólmi. Útsýni er yfir Breiðafjörðinn úr stórum gluggum hússins sem gefur skemmtilegu verkinu enn meiri karakter og sjarma.

Sýningin öll er innsetning og því eru gestir beðnir um að taka af sér skó við komu í salinn. Á gólfið hefur verið lagður dúkur sem í eru rist ýmis orð sem eiga annað hvort við veður og/eða vatn á ensku og íslensku. Vatn er meiginviðfangsefni sýningarinnar. Um er að ræða vantsfyllga glerhólka sem ná frá gólfi upp í loft. Hver hólkur inniheldur vatn af ákveðnum stað. Vatnið í hólkunum er misjafnt að lit og eiginleikum.

Salurinn er ekki einugis safn, heldur, eins og litlum plássum sæmir, er hann fjölnota. Hann er ætlaður fundum og samkomum auk þess að þar er taflborð, ætlað almenningi til afþreyingar.

bendi á heimasíðu safnsins fyrir þá sem ekki þekkja enn til.
www.libraryofwater.is

mánudagur, 11. júní 2007

Partý !!!

Jæja, hvað segið þið gott? Nokkrir búnir skrá sig á bloggið, nú getum við heldur betur samskiptast! ;D

Sú hugmynd er annars uppi að halda ærlegt partý í lok júní, eruð þið laus föstudaginn 29.júní??? Er einhver sem býður fram partýpleis?

Over & Out, Tóta.

laugardagur, 9. júní 2007

Halló halló!

Nú höfum við listónördarnir eignast okkar eigin blogg þar sem hægt er að blogga og spjalla, ákveða hitting og partý og tjá sig um hvað sem er. Njótið vel!

Kv. Tóta Ben.