fimmtudagur, 21. júní 2007

Vatnasafnið a Stykkisholmi

Hér kemur fyrsta umræðan : VATNASAFNIÐ Á STYKKISHÓLMI, RONI HORN

Mér finnst tilvalið að opna fyrir umræðuna með þessari sýningu þar sem sumarið og tími ferðalaga í garð genginn og líklegt að þið eigið leið um eða gerið ykkur ferð meiri en um hávetur. Sýningin er þess virði að sjá hana (þó hún sé öllum aðgengileg án endurgjalds).

Sýningin er eftir NewYork listakonuna, og Íslandsvinin Roni Horn. Hún hefur að eigin sögn lengi verið heilluð af íslensku landslagi og árið 1998 kviknaði hugmynd að umræddu vatnasafni. Safnið er til húsa í Norksa Húsinu, gömlu og fallegu húsi á besta stað í sjáfarplássinu Stykkishólmi. Útsýni er yfir Breiðafjörðinn úr stórum gluggum hússins sem gefur skemmtilegu verkinu enn meiri karakter og sjarma.

Sýningin öll er innsetning og því eru gestir beðnir um að taka af sér skó við komu í salinn. Á gólfið hefur verið lagður dúkur sem í eru rist ýmis orð sem eiga annað hvort við veður og/eða vatn á ensku og íslensku. Vatn er meiginviðfangsefni sýningarinnar. Um er að ræða vantsfyllga glerhólka sem ná frá gólfi upp í loft. Hver hólkur inniheldur vatn af ákveðnum stað. Vatnið í hólkunum er misjafnt að lit og eiginleikum.

Salurinn er ekki einugis safn, heldur, eins og litlum plássum sæmir, er hann fjölnota. Hann er ætlaður fundum og samkomum auk þess að þar er taflborð, ætlað almenningi til afþreyingar.

bendi á heimasíðu safnsins fyrir þá sem ekki þekkja enn til.
www.libraryofwater.is

2 ummæli:

Johanna.bjork sagði...

Að mínu mati er þessi sýning kærkomin viðbót við íslenskt myndlistarlíf og staðsetning hennar utan reykjavíkur einnig. Íslendingar lifa of miklu boargarlífi og margir einskorðaðir við Reykjavík. En sveitin hefur uppá svo margt að bjóða og er staðsetning þessa safn næstum óhugsandi í erlinum í höfuðborginni. Friðurinn og róin er "crusial" í þessu tilfelli.

Safnið er "hreint" - einfalt. Þarna er náttúran, og vatnið, eins einfaldur efniviður og það er, í aðalhlutverki. Vatnið, sem er tekið úr ýmsum áttum, sannar fjölbreitileika lífsins. Vatn er ekki bara vatn. Þetta má heimfæra á marg annað en vatn.

Virðing fyrir stórbrotinni náttúru skín í gegn í verkinu. Roni Horn tekst að setja vatn á annað plan. Á háan stall, ef svo mætti segja.
Oft þarf gests auga til að sjá hversu umhverfi okkar er mikilfenglegt, líkt og Ólafur Elíasson, hinn danski-íslenski, lítur á jöklana.

Áður en ég enda þessa stuttu yfirferð mína í langar mig að segja að mér þóttu súlurnar einnig kveikja í leikgleði mannsins. Þær virka eins og speglasalur, þegar litið er í gegnum þær afmyndatst það sem er hinum megin við hana. Við afþreyingu sem þessa má einfaldlega gleyma stað og stund og halda áfram skemmtilgum "spegulasjónum" á umhverfinu í langan tíma.

hafa fleiri séð þetta safn?
hvað þótti ykkur um það?

Johanna.bjork sagði...

mig langar að benda ykku á Sumareintak ArtForum. Þar er að finna umfjöllun um safnið.